Fótbolti

Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo, Kaka og félagar í Real Madrid geta komist áfram í kvöld.
Cristiano Ronaldo, Kaka og félagar í Real Madrid geta komist áfram í kvöld. Mynd/AFP
Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D).

A-riðill: (Bordeaux er komið áfram)

Juventus kemst áfram ef liðið vinnur Bordeaux eða að þeir ná jafntefli á sama tíma og Bayern München tekst ekki að vinna Maccabi Haifa. Tapi Bayern München þá kemst Juventus áfram sama hvernig fer hjá þeim.

B-riðill: (Manchester United er komið áfram)

Wolfsburg kemst áfram í næstu umferð ef liðið nær í stig á móti CSKA í Moskvu.

C-riðill

Real Madrid kemst áfram í 16 liða úrslitin vinni þeir FC Zurich á sama tíma og AC Milan vinnur Olympique Marseille. AC Milan kemst áfram með sigri á franska liðinu. Mílanó-liðið kemst einnig áfram með jafntefli ef að Real Madrid gerir einnig jafntefli.

D-riðill

Chelsea og Porto eru bæði komin áfram og berjast um sigurinn í riðlinum í Portúgal í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×