Fótbolti

Valencia gæti þurft að selja sína bestu menn

Valencia gæti þurft að selja spænska landsliðsmanninn David Villa
Valencia gæti þurft að selja spænska landsliðsmanninn David Villa AFP

Javier Gomez, nýráðinn framkvæmdastjóri Valencia á Spáni, viðurkennir að fjármál félagsins séu ekki í góðu standi og til greina komi að það gæti þurft að selja sína bestu menn.

Fregnir á Spáni herma að Valencia skuldi 15 milljónir evra í launagreiðslur og því gæti farið svo að félagið þyrfti að selja menn eins og David Villa og David Silva.

"Félagið er í viðkvæmri stöðu og þarf að selja eignir og koma böndum á öll útgjöld. Það kæmi til greina að selja Silva og Villa, því það mikilvægasta í rekstri knattspyrnufélags er að halda úti liði," sagði Gomez.

Villa og Silva eru samningsbundnir Valencia til 2014 og 2013 en Villa hefur til að mynda verið orðaður mikið við Real Madrid og fleiri félög undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×