Fótbolti

Barcelona gerði jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld.
Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu er Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Real Betis var komið í 2-0 forystu eftir aðeins 25 mínútur með mörkum Melli og Mark Gonzalez.

En Börsungar náðu að minnka muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki Samuel Eto'o.

Eto'o var svo aftur að verki er hann skoraði einkar laglegt mark á 84. mínútu. Hann sneri af sér tvo varnarmenn og þrumaði knettinum í markið.

Betis skoraði reyndar mark í stöðunni 2-1 en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Barcelona er nú með 60 stig eftir 23 leiki og þrettán stiga forystu á Real Madrid. Sevilla er svo í þriðja sæti, 22 stigum á eftir Barcelona.

Real Madrid getur nú minnkað forskot Barcelona í tíu stig með sigri á Sporting Gijon á útivelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×