Körfubolti

Anthony Parker kominn til Cleveland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Parker mun spila við hlið LeBron James næsta vetur.
Anthony Parker mun spila við hlið LeBron James næsta vetur. Mynd/AFP

Cleveland Cavaliers hefur gert samning við Anthony Parker um að hann leiki með liðinu næsta vetur en þessi 198 sm og 34 ára gamli leikmaður getur bæði spilað sem bakvörður og lítill framherji.

Anthony Parker hefur undanfarin ár leikið með Toronto Raptors og í vetur var hann með 10,7 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Parker er bróðir Candace Parker sem var valin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili.

Danny Ferry, framkvæmdastjóri Cleveland, sagði í viðtölum við bandaríska fjölmiðla að Cleveland hefði viljað fá Parker vegna þess að hann er bæði góður skotmaður sem og góður varnarmaður. Parker hitti úr 39,0 prósent þriggja stiga skota sinna á síðasta tímabili.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×