Fótbolti

Villa orðinn þreyttur á óvissunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa, til vinstri, fagnar marki í leik með Valencia.
David Villa, til vinstri, fagnar marki í leik með Valencia. Nordic Photos / AFP
David Villa er orðinn þreyttur á allri óvissunni um hvar hann muni spila á næstu leiktíð en hann hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu.

Fjölmiðlar á Spáni hafa fullyrt að hann sé á leiðinni til Real Madrid en Valencia gæti neyðst til að selja sína bestu leikmenn vegna fjármálaerfiðleika.

Í vikunni bárust hins vegar fregnir af því að forráðamenn liðsins kynnu að hætta við allt saman þrátt fyrir alla erfiðleika. Umboðsmaður Villa sagði að þeir væru ekki lengur reiðubúnir að ræða mögulega sölu á Villa.

„Ég á ekki von á því að framtíðin mín muni ráðast í bráð," sagði Villa. „Þessi síðasta vika hefur ekki verið auðveld og er erfitt fyrir aðra að ímynda sér hvað ég hef gengið í gegnum."

Fernando Torres, félagi Villa í spænska landsliðinu og leikmaður Liverpool, á fyrst og fremst von á því að Villa verði áfram á Spáni á næstu leiktíð.

„Ég á ekki von á því að peningarnir sem Chelsea getur boðið muni freista hans, né heldur United. Ég held að hans leikstíll henti spænsku deildinni betur en þeirri ensku," sagði Torres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×