Körfubolti

NBA-deildin: Góðir sigrar hjá Spurs, Cavs og Mavs

Ómar Þorgeirsson skrifar
Tony Parker átti góðan leik fyrir San Antonio Spurs í nótt.
Tony Parker átti góðan leik fyrir San Antonio Spurs í nótt. Nordic photos/AFP

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að San Antonio Spurs vann Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers vann Charlotte Bobcats og ógöngur LA Clippers héldu áfram þegar Dallas Mavericks kom í heimsókn.

Hinn franski Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs í 113-94 sigri gegn Kings með 24 stig en Richard Jefferson kom næstur með 21 stig en hjá Kings var Kevin Martin atkvæðamestur með 29 stig.

LeBron James hafði sig aldrei þessu vant mjög hægan í 90-79 sigri Cavs gegn Bobcats og skoraði aðeins 14 sig en Mo Williams skoraði 24 stig. Hjá Bobcats var Vladimir Radmanovic stigahæstur með 12 stig. Cavs er nú búið að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa tapað tveim fyrstu leikjum vetrarins.

Það gengur ekki jafn vel hjá LA Clippers að rétta úr kútnum því í nótt tapaði liðið sínum fjórða leik í röð þegar Dallas Mavericks kom í heimsókn en niðurstaðan var 84-93. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Mavs með 24 stig en Chris Kaman skoraði mest fyrir Clippers eða 27 stig.

Úrslitin í nótt:

Washington Wizards-New Jersey Nets 123-104

New York Knicks-Philadelphia 76ers 127-141 (í framlengdum leik)

Cleveland Cavaliers-Charlotte Bobcats 90-79

San Antonio Spurs-Sacramento Kings 113-94

Houston Rockets-Portland Trail Blazers 111-107

Millwaukee Bucks-Detroit Pistons 96-85

LA Clippers-Dallas Mavericks 84-93







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×