Sport

Stefán Jón komst inn í aðalkeppnina í stórsvigi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Jón Sigurgeirsson á fullu í Val d'Isere.
Stefán Jón Sigurgeirsson á fullu í Val d'Isere. Nordic Photos / Getty Images

Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík náði þeim frábæra árangri að tryggja sér þátttökurétt í aðalkeppninni í stórsvigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi.

Aðalkeppnin fer fram á morgun en Stefán Jón varð í 22. sæti undankeppninnar sem fór fram í dag.

Hann var í 26.-27. sæti eftir fyrri ferðina en hækkaði sig upp í það 22. eftir þá síðari. Samtals var hann á 2:39,34 mínútum, rúmum fjórum sekúndum á eftir efsta manni.

Stefán Jón var með rásnúmer 40 af 105 keppendum og árangur hans því enn eftirtektarverðri.

Tveir aðrir íslenskir keppendur tóku þátt í undankeppninni en komust ekki áfram. Árni Þorvaldsson var með rásnúmer 18 og var í 29. sæti eftir fyrri ferðina en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla sem hann hlaut í brunhluta alpatvíkeppninnar.

Gísli Rafn Guðmundsson var einnig meðal keppenda en hann var dæmdur úr leik í fyrri ferðinni.

Sem fyrr segir fer aðalkeppnin í stórsvigi karla fram á morgun. Auk Stefánsbetg Jóns verður Björgvin Björgvinsson einnig meðal þáttakenda.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×