Sport

Murray í undanúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Murray á fullu í dag.
Andy Murray á fullu í dag. Nordic Photos / AFP

Bretinn Andy Murray vann sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis.

Murray vann sannfærandi sigur á Juan Carlos Ferrero, 7-5, 6-3 og 6-2. Ferrero stóð í Murray framan af og komst í 3-2 í öðru setti en þá tók Skotinn öll völd í viðureigninni og vann góðan sigur.

Murray er fyrsti Bretinn sem kemst í undanúrslit mótsins síðan að Tim Henman gerði það árið 2002. Bretar hafa þó ekki átt sigurvegara í þessum flokki síðan að Fred Perry fagnaði sigri árið 1936.

Bretar hafa ekki heldur átt keppanda í úrslitaviðureigninni síðan 1938 og binda því miklar vonir við Murray nú, sérstaklega þar sem að Rafael Nadal, ríkjandi meistari, er frá vegna meiðsla.

Murray mætir annað hvort Lleyton Hewitt eða Andy Roddick í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×