Erlent

Vísbending frá Ástralíu vegna Madelaine McCann

Konan sem lýst var eftir.
Konan sem lýst var eftir.
Kona í Ástralíu hefur sett sig í samband við lögeglu og segist vita hver konan sé sem leitað er að í tengslum við hvarfið á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Auglýst var eftir konu í tengslum við málið í síðustu viku og teikning birt af henni.

Madelein McCann hvarf af hótelherbergi fjölskyldu sinnar í Portúgal í maí 2007. Á meðan sátu foreldrarnir að snæðingu á nálægu veitingahúsi en stúlkan svaf á hótelhergberginu ásamt yngra systkini. Einkaspæjarar á vegum foreldra stúlkunnar hafa leitað að vísbendingum um hvarf hennar um nokkurt skeið og segjast hafa fengið sex hundruð símtöl og tölvuskeyti eftir að þeir lýstu eftir konu í síðustu viku sem talin er búa yfir upplýsingum um málið.

Teikning var birt af konunni og hún sögð líkjast Victoríu Beckham sem eitt sinn var í stúlknahljómsveitinni Spice Girls en hefur síðan verið kvænt knattspyrnukappanum David Beckham. Konan sem leitað var að var sögð hafa talað með áströlskum hreim. Hún mun hafa látið ummæli falla í samtali við breskan mann í Barcelona á Spáni þremur dögum eftir hvart stúlkunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvaða ummæli hún á að hafa látið falla.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því á vef sínum í morgun að kona í Ástralíu hefði sett sig í samband við lögreglu þar í landi og greint frá því að hún teldi sig vita hvaða konu væri hér um að ræða. Í yfirlýsngu frá lögreglunni í New South Wales í Ástralíu segir að konan, sem búsett sé í Sydney, hafi gefið skýrslu í málinu en ekkert frekar hefur verið gefið upp í málinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×