Fótbolti

Rúrik samdi til fimm ára við eitt stærsta félag Danmerkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason í búningi OB.
Rúrik Gíslason í búningi OB. Mynd/Heimasíða OB
Odense Boldklub, oftast kallað OB, hefur keypt Rúrik Gíslason frá Viborg og hefur þessi 21 árs gamli strákur skrifað undir fimm ára samning við félagið. OB varð í 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Það er mikill styrkur fyrir hópinn að fá Rúrik Gíslason til OB og við erum mjög ánægðir með samninginn. Hann er öflugur kantmaður sem getur einnig spilað allar stöður framarlega á vellinum," sagði framkvæmdastjóri OB í fréttatilkynningu til danskra fjölmiðla.

Rúrik stóð sig mjög vel með Viborg á síðasta tímabili og skoraði meðal annars fimmtán mörk fyrir liðið í dönsku b-deildinni.

„Þetta skiptir miklu máli fyrir minn feril og þetta er ný og spennandi áskorun. Ég vonast til að standa mig vel. OB er mjög stórt félag og eitt af þeim stóru í Danmörku. Það heillaði mig mikið," sagði Rúrik í fréttatilkynningu OB.

„Ég fer ekkert leynt með mín markmið og ég ætla að komast í byrjunarliðið þó að ég veit að ég verð í samkeppni við sterka leikmenn. Ég dreymir líka um að vinna titla og ég fæ tækifæri til þess Í Óðinsvéum," sagði Rúrik sem er uppalinn í HK.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×