Fótbolti

Norski boltinn: Lilleström lagði Brann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Örn var í liði Brann í dag.
Ólafur Örn var í liði Brann í dag. Nordic Photos / AFP

Stefán Logi Magnússon og félagar í Lilleström unnu góðan sigur á Brann, 3-1, í norska boltanum í dag. Stefán stóð á milli stanganna hjá Lilleström.

Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson voru í liði Brann en Gylfi Einarsson sat á tréverkinu. Brann í fimmta sæti deildarinnar en Lilleström í því níunda.

Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason voru báðir í liði Viking sem tapaði fyrir Stromsgödset, 2-1. Viking í tólfta sæti deildarinnar.

Pálmi Rafn Pálmason spilaði síðasta korterið fyrir Stabæk er liðið vann Bodö/Glimt, 2-0. Stabæk er í þriðja sæti deildarinnar.

Það var íslenskur markvarðaslagur er Odd Grenland lagði Lyn, 4-1. Árni Gautur Arason stóð í marki Odd en hinn ungi Arnar Darri Pétursson varði mark Lyn sem situr sem fyrr á botni deildarinnar.

Odd Grenland aftur á móti í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×