Fótbolti

Ronaldo: Eigum skilið meiri virðingu en við fáum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid tekur virkan þátt í sálfræðistríðinu fyrir „El Clásico" leikinn á milli Real Madrid og Barcelona á Nývangi á sunndag en hann lýsti því yfir í viðtali við Marca að Madridingar væru búnir að spila betur en Börsungar til þessa á tímabilinu.

Máli sínu til stuðnings benti Ronaldo á þá einföldu staðreynd að Real Madrid situr á toppi deildarinnar.

„Ef við erum að spila jafn illa og allir eru að tala um, af hverju erum við þá á toppi deildarinnar? Menn tala um að Barcelona sé að spila betur en við en tölfræðin segir annað.Mér finnst við eiga skilið meiri virðingu en við höfum fengið til þessa.

Við vitum samt að við verðum að leggja mikið á okkur til þess að ná árangri og það er það sem við munum gera," segir Ronaldo sem er nýkominn til baka eftir meiðsli á ökkla sem hafa haldið honum utan vallar í sex vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×