Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti 29. janúar 2009 11:03 Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Mynd/GVA Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira