Sport

Usain Bolt tók gullið í London

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bolt segist aðeins vera í 85% formi en það kom ekki í veg fyrir sigur hans í gær.
Bolt segist aðeins vera í 85% formi en það kom ekki í veg fyrir sigur hans í gær.

Jamaíski heimsmethafinn Usain Bolt sigraði í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í London í gærkvöldi. Bolt hljóp á 9.91 sek. í mótvindi. Yohan Blake, liðsfélagi hans, kom beint á eftir.

Óvænt tíðindi urðu í stangrstökku þar sem Yelena Isinbayeva frá Rússlandi varð að gera sér annað sætið að góðu. Anna Rogowska frá Póllandi tryggði sér sigur með því að stökkva yfir 4.68 metra í annarri tilraun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×