Íslenski boltinn

Fullkomið hjá Fylkisstelpunum í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Björg Björnsdóttir (til vinstri) var markahæst hjá Fylki í Lengjubikarnum með sex mörk.
Anna Björg Björnsdóttir (til vinstri) var markahæst hjá Fylki í Lengjubikarnum með sex mörk. Mynd/Arnþór

Fylkiskonur gulltryggðu sér endanlega sigur í b-deild Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri á ÍBV á Fylkisvelli. Fylkisliðið vann alla fimm leiki sína og fékk ekki á sig mark í keppninni.

Lidija Stojkanovic skoraði tvö mörk fyrir Fylki í dag og Fjolla Shala skoraði síðan þriðja markið. Björn Kristinn Björnsson, þjálfari Fylkisliðsins, er greinilega að gera góða hluti með Fylkisliðið sem hefur styrkt sig mikið milli tímabila.

Markatala Fylkis í b-deildinni var 33-0 en liðið vann HK/Víking 3-0, GRV 4-0, ÍR 9-0 og Keflavík 9-0. HK/Víkingur átti tölfræðilega möguleika á að ná Fylki fyrir lokaumferðina en þurfti þá að vinna upp mikinn markamun.

Anna Björg Björnsdóttir var markahæst hjá Fylki í Lengjubikarnum en hún skoraði sex mörk í leikjunum fimm. Danka Podovac og Lidija Stojkanovic skoruðu báðar fimm mörk og þá var Rúna Sif Stefánsdóttir með fjögur mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×