Íslenski boltinn

Embla biður stuðningsmenn Vals afsökunar

Mynd/Anton

Embla Grétarsdóttir ætlar greinilega að gæta þess að byrja með hreint borð hjá stuðningsmönnum Vals eftir að hún skipti yfir á Hlíðarenda úr KR á dögunum.

Embla sat fyrir svörum í léttu spjalli á heimasíðu Vals í gær þar sem hún er m.a. spurð út í vistaskiptin og komandi sumar með Íslandsmeistaraliði Vals.

Í lokin var hún svo spurð hvort hún vildi segja eitthvað að lokum og þar skaut landsliðskonan því að að henni þætti miður að hafa sent stuðningsmönnum Vals skilaboð á fingramáli í gremju sinni í leik í fyrrasumar.

"Ætli sé ekki við hæfi að biðjast afsökunar á "þumalputtanum" sem ég sendi þeim í fyrra í taphita leiksins og vona að þeir taki mér vel og haldi áfram að styðja liðið með sama krafti," sagði Embla í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×