Enski boltinn

Liverpool mun ekki lækka verðið á Alonso - kostar 30 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xabi Alonso og Rafael Benítez á blaðamannafundi.
Xabi Alonso og Rafael Benítez á blaðamannafundi. Mynd/AFP

Xabi Alonso er mættur með Liverpool í æfingaferð til Noregs og það lítur út fyrir það að Real Madrid ætli ekki að ná að kaupa spænska landsliðsmanninn. Liverpool vill frá 30 milljónir punda fyrir hann og er ekki tilbúið að lækka verðið.

Real Madrid hefur boðið 25 milljónir punda í Xabi Alonso sem sjálfur hefur sýnt mikinn áhuga á því að spila á Bernabéu og bað um að hann yrði settur á sölulista. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, er ekkert búinn að missa vonina og heldur því áfram fram að Xabi Alonso verði leikmaður Real.

Alonso varð eftir á Spáni eftir æfingaleik Liverpool á móti Espanyol ásamt fleiri löndum sínum í hópi Liverpool en mun nú fljúgja til Osló með liðinu þar sem Liverpool mætir Lyn í æfingaleik á morgun.

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var farinn að undirbúa söluna á Xabi Alonso því hann ætlaði að kaupa Alberto Aquilani frá Roma í staðinn og borga fyrir hann 18 milljónir punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×