Fótbolti

Real Madrid lenti undir en vann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arjen Robben skoraði fyrir Real Madrid í dag.
Arjen Robben skoraði fyrir Real Madrid í dag. Nordic Photos / AFP
Real Madrid lenti í vandræðum með botnlið Osasuna í kvöld rétt eins og topplið Barcelona gerði um síðustu helgi.

Börsungar lentu 2-1 undir þegar skammt var til leiksloka en unnu á endanum 3-2 sigur.

Í dag var komið að Real Madrid á heimavelli og komst Osasuna óvænt yfir strax á 20. mínútu með marki Javed Nekounam.

En Sergio Ramos, Gonzalo Higuain og Arjen Robben skoruðu mörk Real Madrid í síðari hálfleik og tryggðu Madrídingum 3-1 sigur.

Sevilla vann 1-0 sigur á Numancia í gærkvöldi og er því með 38 stig, rétt eins og Real Madrid, í 2.-3. sæti deildarinnar. Barcelona er á toppnum með 50 stig eftir nítján leiki.

Valencia er í fjórða sæti með 34 stig en liðið gerði 2-2 jafntefli við Athletic Bilbao í dag. David Villa og Fernando Morientes komu Valencia tvívegis yfir í leiknum.

Villarreal er í fimmta sætinu með 33 stig eftir 2-0 sigur á Mallorca. Capdevila og Giuseppe Rossi skoruðu mörk Villarreal í dag.

Úrslit dagsins:

Getafe - Racing 0-1

Malaga - Espanyol 4-0

Real Madrid - Osasuna 3-1

Recreativo - Sporting Gijon 2-0

Valladolid - Betis 1-3

Villarreal - Mallorca 2-0

Athletic - Valencia 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×