Fótbolti

Ferguson: Vorum að skapa okkur mikið af færum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var í skýjunum með 0-1 sigur sinna manna gegn CSKA Moskva á gervigrasinu á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld.

„Ég sagði það fyrir leikinn að ef þú ert góður í fótbolta þá hefurðu fulla stjórn á boltanum og það skiptir engu máli hvort þú spilar á gervigrasi eða venjulegu grasi. Ég var ánægður með hvernig við spiluðum því við vorum að skapa okkur mikið af marktækifærum og Antonio Valencia skoraði gott mark," sagði Ferguson og hrósaði Brasilíumanninum Fabio sérstaklega fyrir leikinn.

„Fabio átti frábæran leik og það er ótrúlegt hvað hann er góður miðað við að hann er aðeins átján ára gamall," sagði Ferguson sem kvaðst hafa skipt Rio Ferdinand og Paul Scholes af velli til þess að halda þeim frískum og jafnvel spara þá fyrir helgina þegar United mætir Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×