Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar 23. febrúar 2009 10:59 Birkir Jón og Höskuldur. Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira