Fótbolti

Puyol: Barcelona hefur ekkert að gera með Robinho

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thierry Henry og Carles Puyol fagna marki með Barcelona.
Thierry Henry og Carles Puyol fagna marki með Barcelona. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn og fyrirliðinn Carles Puyol lætur sér fátt um finnast um endalausar sögusagnir í spænskum og breskum fjölmiðlum um að Barcelona sé á eftir Brasilíumanninum Robinho hjá Manchester City.

Robinho lék áður með Real Madrid á Spáni áður hann gekk í raðir Manchester City á 32,5 milljónir punda í september árið 2008 en Puyol telur að hann hafi ekki fram á neitt að bjóða sem Barcelona hafi ekki nú þegar eða þurfa á að halda.

„Robinho er vissulega frábær leikmaður en ég held að Barcelona hafi bara ekkert að gera með hann vegna þess að félagið er með frábæra leikmenn á borð við Thierry Henry og Andres Iniesta í hans stöðu en þeir geta einnig báðir leikið á vængnum. Ég held að leikmannahópurinn sé nægilega sterkur til þess að halda áfram á sigurbraut," er haft eftir Puyol í spænskum fjölmiðlum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×