Sport

Andy Murray heldur uppteknum hætti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Nordic photos/AFP

Bretinn ungi Andy Murray virkar í fínu formi þessa dagana en hann vann Rogers Cup-mótið á dögunum og er nú líklegur til afreka á Cincinnati Masters-mótinu eftir að hafa lagt Nicolas Almargro örugglega og komist í þriðju umferð.

Murray, sem er númer tvö á heimslistanum, vann einmitt sama mót fyrir ári síðan. Í þriðju umferðinni mætir Murray hinum gamalreynda Radek Stepanek frá Tékklandi.

Roger Federer er helsti keppinautur Murray í mótinu en hann komst einnig í þriðju umferð mótsins þar sem hann mætir David Ferrer. Andy Roddick féll aftur á móti óvænt úr keppni eftir tap gegn landa sínum Sam Querrey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×