Fótbolti

Calderon hættur sem forseti Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bernd Schuster og Ramon Calderon en báðir eru nú farnir frá félaginu.
Bernd Schuster og Ramon Calderon en báðir eru nú farnir frá félaginu. Nordic Photos / AFP

Ramon Calderon sagði í dag af sér sem forseti Real Madrid eftir að hann fundaði með stjórn félagsins í dag.

Málið snýst um aðalfund félagsins sem var haldinn í síðasta mánuði. Spænska dagblaðið Marca hefur birt myndir sem gefa til kynna að Calderon hafi staðið að kosningasvindli til að fá ýmis mál í gegn.

Calderon er sakaður um að hafa fengið aðila sem ekki höfðu kosningarétt á aðalfundinum til að greiða atkvæði sér í hag. Calderon hefur neitað þessum ásökunum en Real Madrid hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem Calderon mun ræða við fjölmiðlamenn.

Það hefur ýmislegt gengið á í stjórnartíð Calderon en áður en hann var kosinn lofaði hann því að hann myndi fá bæði Kaka og Cesc Fabregas til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×