Enski boltinn

Valencia hafnaði risatilboðum Real og Barca í Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa fagnar marki í leik með Valencia.
David Villa fagnar marki í leik með Valencia. Nordic Photos / AFP

Fernando Llorente, forseti Valencia, hefur greint frá því að félagið hafnaði risatilboðum frá bæði Real Madrid og Barcelona í sóknarmanninn David Villa.

Flestir reiknuðu með því að Villa myndi fara frá Valencia í sumar, ekki síst vegna fjárhagsvandræða félagsins. Ekkert varð hins vegar af því.

Llorente sagði að bæði félög hefðu boðið 42 milljónir evra í Villa.

„Florentino Perez (forseti Real Madrid) bauð 42 milljónir evra og ég sagði að við vildum fá Alvaro Negredo og Esteban Granero í staðinn. Hann var fastur á sínu en þá bauð ég að fá Negredo og 30 milljónir evra. Við komumst ekki að samkomulagi," sagði Llorente.

„Það var mikið fjallað um þetta mál í sumar en ég er ánægður með að hafa tekið þá ákvörðun að selja hann ekki," bætti Llorente við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×