Fótbolti

Drenthe: Verðum að sýna fólki okkar rétta andlit

Ómar Þorgeirsson skrifar
Royston Drenthe.
Royston Drenthe. Nordic photos/AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Royston Drenthe hjá Real Madrid hefur komið knattspyrnustjóra félagsins Manuel Pellegrini til varnar en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi undanfarið.

Kornið sem fyllti mælinn var grátbroslegt 4-0 tap Real Madrid gegn c-deildarfélaginu Alcorcon í fyrrakvöld en Drenthe spilaði með Madridingum í leiknum.

„Mér leið eins og tapið gegn Alcorcon væri eins og slæmur draumur en nú þurfum við að horfa fram á veginn. Við þurfum að sýna fólki okkar rétta andlit strax um helgina. Við verðum að sýna að við erum Real Madrid.

Það er ekki við knattspyrnustjórann að sakast við leikmennirnir þurfum að láta hlutina gerast inni á vellinum," segir Drenthe í viðtali við Onda Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×