Sport

Semenya vill fá 120 milljónir dollara í bætur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caster Semenya með gullið sitt.
Caster Semenya með gullið sitt. Mynd/AFP

Suður-afríska hlaupakonan Caster Semenya sem var úrskurðuð karlmaður í kynjaprófi á vegum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins ætlar að sækja sér bætur fyrir þá miklu sálarkvöl sem hún hefur þurft að ganga síðan allt varð vitlaust í kringum HM í Berlín í ágúst. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Expressen.

Hin 18 ára Caster Semenya vann þá gull í 800 metra hlaupi en strax komst í heimsfréttirnar að hún væri ekki kona og hefði verið látin ganga í gegnum kynjapróf. Í nóvember var það endanlega gefið út að hún mætti halda gullinu sínu en fengi ekki að keppa aftur - það er að segja í kvennaflokki.

Caster Semenya vill fá 120 milljón dollara í bætur frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu eða 15,5 milljarða íslenskra króna. Hún hefur ráðið súper-lögfræðinginn Greg Nott sem hjálpaði meðal annars Oscar Pistorius við að fá keppnisleyfi meðal ófatlaðra en fer áfram á sérstökum fjaðurmögnuðum gervifótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×