Erlent

Söfnuðu 2 milljónum punda á 10 mánuðum

Kate og Gerry McCann
Kate og Gerry McCann
Sjóður sem settur var á laggirnar til þess að hafa uppi á Madeleine McCann safnaði 2 milljónum punda á fyrstu 10 mánuðunum eftir að hún hvarf. Stjörnur á borð við JK Rowling og Sir Richard Branson ásamt þúsundum annarra lögðu sjóðnum lið eftir að stúlkan hvarf þegar fjölskyldan var í fríi í Algarve í maí árið 2007.

Kate og Gerry McCann foreldrar stúlkunnar notuðu hluta upphæðarinnar í mikla herferð til að vekja athygli á hvarfinu. Meðal annars heimsóttu þau Þýskaland, Holland, Marokkkó og Bandaríkin til þess að freista þess að finna hana.

Einnig notuðu þau hátt í 250 þúsund pund í einkaspjæjara. Þegar sjóðurinn var settur á laggirnar nokkrum vikum eftir hvarfið var markmiðið ekki að græða á honum.

Samkvæmt frétt Daily Mail sýna reikningar að á tímabilinu frá maí 2007 til mars 2008, voru 1,4 milljónir punda lagðar beint inn á reikninginn, 390 þúsund pund komu í gegnum internetið og sala á bolum og armböndum aflaði sjóðnum um 64 þúsund pund.

Mikið af peningunum fór í að prenta auglýsingaskilti en einnig í lögfræðikostnað í kringum herferðina.

Ekki var hægt að leggja framlög til sjóðsins á meðan foreldrarnir lágu undir grun í september 2007, þau voru hinsvegar hreinsuð af ásökunum síðasta sumar.

Ekkert hefur spurst til stúlkunnar hingað til.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×