Sport

Serena gagnrýnir stigakerfið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serena eftir sigurinn í einliðaleiknum í gær.
Serena eftir sigurinn í einliðaleiknum í gær. Nordic Photos / AFP
Serena Williams segir að það sé skrýtið að hún sé núverandi handhafi þriggja stórra titla. Hún fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í gær.

Fyrr á árinu vann hún á opna ástralska mótinu og þá vann hún einnig á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Þrátt fyrir það er Dinara Safina frá Rússlandi enn í efsta sæti heimslistans. Serena er í öðru sæti.

„Ég held að ef maður er handhafi þriggja stórtitla ætti maður að vera í efsta sæti en greinilega ekki á WTA-mótaröðinni," sagði Serena.

„Ætli mitt markmið sé ekki að vinna næsta stórtitil sem er í boði og halda öðru sætinu á stigalistanum," bætti hún við.

Þess má geta að Safina hefur ekki enn unnið eitt fjögurra stórmótanna í tennis og tapaði í undanúrslitunum á Wimbledon fyrir Venus, systur Serenu, 6-1 og 6-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×