Ég er enn mótmælandi Arnar Guðmundsson skrifar 28. janúar 2009 05:00 Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. Þjóðin þarf að þekkja markmiðið, verkáætlunina og hver ber pólitíska og faglega ábyrgð á hverju skrefi. Árangur næst aðeins ef allir gerendur innan stjórnkerfisins eru valdir til verka á grundvelli hæfni og þekkingar. Þannig eflum líka við traust umheimsins. Yfirlýsing um aðildarumsókn að ESB og upptöku evru þjónar sama hlutverki og svarar þeirri brennandi spurningu hver framtíðin sé í peningamálum þjóðarinnar. Framtíðarsýn og trúverðug áætlun er forsenda þess að afstýra fjármagnsflótta. Stöndum við skuldbindingarGanga verður skipulega til samninga við erlenda fjárfesta sem eiga hundruð milljarða inni í krónunni um skipti á bréfum sínum og erlendum eignum lífeyrissjóða og banka framhjá gjaldeyrismarkaði svo hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin en það er m.a. forsenda þess að við getum fengið hingað erlendar fjárfestingar í náinni framtíð. Ganga verður frá samningum við erlenda kröfuhafa í bú gömlu bankanna og vegna skuldbindinga Íslendinga gagnvart innstæðutryggingum á EES svæðinu til að tryggja opna greiðslumiðlun til og frá landinu og gera það mögulegt að alþjóðlegir lánsfjármarkaðir opnist Íslandi á ný. Lokun þeirra til lengri tíma þýddi stöðnun í atvinnulífi og þar með ómælda lífskjara- og velferðarskerðingu. Eigingirni að borga ekkiÍ mínum huga væri það hámark eigingirninnar og tillitsleysi gagnvart börnunum mínum að velta byrðunum af Hrunadansi minnar kynslóðar yfir á þau með því að neita að standa við þær skuldbindingar sem við stofnuðum til. Þær eru þekktar og útlistaðar í Viljayfirlýsingunni til AGS. Því fer fjarri að ætlunin sé að borga allar kröfur enda meginmarkmiðið að gæta jafnræðis og fá alþjóðlega viðurkenningu á uppgjörsleiðinni, jafnvel þótt kröfuhafar fái bara brot af sínum kröfum greiddar úr búum gömlu bankanna. Sú leið að borga ekki einhverjar ótilgreindar skuldbindingar, sem ég hef m.a. heyrt bæði Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, og Steingrím Sigfússon, formann VG, ýja að, er væntanlega til þess hugsuð að létta byrðum af okkur á nokkrum næstu árum en gerir um leið heila þjóð að óreiðumönnum og lokar þeim leiðum sem við höfum til að vinna þjóðina út úr atvinnuleysinu og á ný til þeirra lífskjara og velferðar sem við viljum. Börnin okkar fá þá í arf lokað þjóðfélag hafta og skammtana. Því ber okkur að bíta á jaxlinn og einbeita okkur að því að vinna okkur út úr vandanum á sem stystum tíma með verðmætasköpun og skjaldborg um öryggisnet sem ver þá sem verst verða úti. Indíánarnir eða kúrekarnir?Mótmæli Fyrir utan félagsfund Samfylkingarinnar í Reykjavík Greinarhöfundur segir að tímar réttlátrar reiði séu því miður einnig tímar lýðskrumara sem vilji beita henni fyrir vagn sinn. Markaðurinn/Anton BrinkÍ minni æsku var spurt hvort maður héldi með kúrekunum eða indíánunum. Nú virðist vitrænni umræðu um verkefni dagsins drepið á dreif með því að spyrja fólk hvort það haldi með útrásarvíkingunum eða stjórnvöldum. Fyrir hverja nýja vísbendingu um að stjórnvöld eða eftirlitsaðilar hafi sofið á verðinum eru dregin fram meint lögbrot og siðleysi í viðskiptum. Í stað þess að fólk geti treyst því að málefni fjármálakerfisins séu gerð skipulega upp og öll vafasöm mál rannsökuð og fái rétta málsmeðferð er verið að leka út smjörsteiktum klípum. Myndi sannað misferli einhverra viðskiptajöfra réttlæta aðgerðaleysi stjórnvalda andspænis ofvöxnu fjármálakerfi? Eða væri staðfesting á því að sama aðgerðaleysi hafi ráðið úrslitum um að svo illa fór, þar með réttlæting á öllum viðskiptaháttum síðustu ára? Líklegast er að svo víðtækt kerfishrun eigi rætur í samspili margra þátta þar sem ábyrgðin liggur víða. Hluti þeirra sem báru ábyrgð hefur axlað hana samkvæmt lögmálum markaðarins með eigna- og atvinnumissi. Aðrir eru enn ósnortnir. En tímar réttlátrar reiði eru því miður einnig tímar lýðskrumara sem vilja beita henni fyrir vagn sinn. Léttvægir FlokkshagsmunirÉg hef mótmælt því forystuleysi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu að hafa ekki lýst því afdráttarlaust yfir að fara eigi þá leið sem mörkuð var í samvinnu við AGS og standa við skuldbindingar okkar í þágu opins samfélags. Ég mótmæli því ábyrgðarleysi að segja að hægt sé að sleppa við afleiðingarnar af efnahagsstefnu og lántökum síðustu ára með því að neita bara að borga. Slíkt myndi hneppa börnin okkar í fátæktarfjötra sem áratugi gæti tekið að brjótast út úr. Ég mun mótmæla hverri þeirri ríkisstjórn og flokki sem ekki vinnur ötullega og af heilindum að þessum málum. Andspænis verkefnum dagsins, alþjóðlegu vantrausti á Íslandi, gjaldþrotum fyrirtækja og atvinnu- og eignamissi fjölskyldna, verða flokkshagsmunir harla léttvægir. Stórfiskar í lítilli tjörn?Sá beigur blundar í mér að skorturinn á skýrri leiðsögn stafi af því að þrátt fyrir Viljayfirlýsinguna til AGS og samninga við önnur ríki sé enn hikað. Andspænis risavöxnum skuldbindingum er ábyrgðarleysi freistandi útleið, ekki síst ef því fylgir lýðhylli. Við megum ekki gleyma því að í öllum lokuðum samfélögum eru ákveðnir hópar eða flokkar sem tryggja sér og sínum bæði umtalsverð völd og velsæld með því að vera stórir fiskar í nógu lítilli tjörn og ráða útdeilingu gæðanna. Vonandi kemst enginn til áhrifa með slíka drauma. En ef það er boðleg pólitík að segja að við getum sleppt lántökunum, gerst yfirlýst óreiðuþjóð án afleiðinga fyrir atvinnulífið og um leið aukið útgjöld ríkisins gæti ég hæglega hellt mér í stjórnmál. Mín fyrsta stefnuskrá hljóðar þá svona: Ég lofa því að þið fáið allt sem hinir bjóða og að auki ókeypis ís fyrir alla á sunnudögum. Dætur mínar taka reikninginn seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. Þjóðin þarf að þekkja markmiðið, verkáætlunina og hver ber pólitíska og faglega ábyrgð á hverju skrefi. Árangur næst aðeins ef allir gerendur innan stjórnkerfisins eru valdir til verka á grundvelli hæfni og þekkingar. Þannig eflum líka við traust umheimsins. Yfirlýsing um aðildarumsókn að ESB og upptöku evru þjónar sama hlutverki og svarar þeirri brennandi spurningu hver framtíðin sé í peningamálum þjóðarinnar. Framtíðarsýn og trúverðug áætlun er forsenda þess að afstýra fjármagnsflótta. Stöndum við skuldbindingarGanga verður skipulega til samninga við erlenda fjárfesta sem eiga hundruð milljarða inni í krónunni um skipti á bréfum sínum og erlendum eignum lífeyrissjóða og banka framhjá gjaldeyrismarkaði svo hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin en það er m.a. forsenda þess að við getum fengið hingað erlendar fjárfestingar í náinni framtíð. Ganga verður frá samningum við erlenda kröfuhafa í bú gömlu bankanna og vegna skuldbindinga Íslendinga gagnvart innstæðutryggingum á EES svæðinu til að tryggja opna greiðslumiðlun til og frá landinu og gera það mögulegt að alþjóðlegir lánsfjármarkaðir opnist Íslandi á ný. Lokun þeirra til lengri tíma þýddi stöðnun í atvinnulífi og þar með ómælda lífskjara- og velferðarskerðingu. Eigingirni að borga ekkiÍ mínum huga væri það hámark eigingirninnar og tillitsleysi gagnvart börnunum mínum að velta byrðunum af Hrunadansi minnar kynslóðar yfir á þau með því að neita að standa við þær skuldbindingar sem við stofnuðum til. Þær eru þekktar og útlistaðar í Viljayfirlýsingunni til AGS. Því fer fjarri að ætlunin sé að borga allar kröfur enda meginmarkmiðið að gæta jafnræðis og fá alþjóðlega viðurkenningu á uppgjörsleiðinni, jafnvel þótt kröfuhafar fái bara brot af sínum kröfum greiddar úr búum gömlu bankanna. Sú leið að borga ekki einhverjar ótilgreindar skuldbindingar, sem ég hef m.a. heyrt bæði Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, og Steingrím Sigfússon, formann VG, ýja að, er væntanlega til þess hugsuð að létta byrðum af okkur á nokkrum næstu árum en gerir um leið heila þjóð að óreiðumönnum og lokar þeim leiðum sem við höfum til að vinna þjóðina út úr atvinnuleysinu og á ný til þeirra lífskjara og velferðar sem við viljum. Börnin okkar fá þá í arf lokað þjóðfélag hafta og skammtana. Því ber okkur að bíta á jaxlinn og einbeita okkur að því að vinna okkur út úr vandanum á sem stystum tíma með verðmætasköpun og skjaldborg um öryggisnet sem ver þá sem verst verða úti. Indíánarnir eða kúrekarnir?Mótmæli Fyrir utan félagsfund Samfylkingarinnar í Reykjavík Greinarhöfundur segir að tímar réttlátrar reiði séu því miður einnig tímar lýðskrumara sem vilji beita henni fyrir vagn sinn. Markaðurinn/Anton BrinkÍ minni æsku var spurt hvort maður héldi með kúrekunum eða indíánunum. Nú virðist vitrænni umræðu um verkefni dagsins drepið á dreif með því að spyrja fólk hvort það haldi með útrásarvíkingunum eða stjórnvöldum. Fyrir hverja nýja vísbendingu um að stjórnvöld eða eftirlitsaðilar hafi sofið á verðinum eru dregin fram meint lögbrot og siðleysi í viðskiptum. Í stað þess að fólk geti treyst því að málefni fjármálakerfisins séu gerð skipulega upp og öll vafasöm mál rannsökuð og fái rétta málsmeðferð er verið að leka út smjörsteiktum klípum. Myndi sannað misferli einhverra viðskiptajöfra réttlæta aðgerðaleysi stjórnvalda andspænis ofvöxnu fjármálakerfi? Eða væri staðfesting á því að sama aðgerðaleysi hafi ráðið úrslitum um að svo illa fór, þar með réttlæting á öllum viðskiptaháttum síðustu ára? Líklegast er að svo víðtækt kerfishrun eigi rætur í samspili margra þátta þar sem ábyrgðin liggur víða. Hluti þeirra sem báru ábyrgð hefur axlað hana samkvæmt lögmálum markaðarins með eigna- og atvinnumissi. Aðrir eru enn ósnortnir. En tímar réttlátrar reiði eru því miður einnig tímar lýðskrumara sem vilja beita henni fyrir vagn sinn. Léttvægir FlokkshagsmunirÉg hef mótmælt því forystuleysi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu að hafa ekki lýst því afdráttarlaust yfir að fara eigi þá leið sem mörkuð var í samvinnu við AGS og standa við skuldbindingar okkar í þágu opins samfélags. Ég mótmæli því ábyrgðarleysi að segja að hægt sé að sleppa við afleiðingarnar af efnahagsstefnu og lántökum síðustu ára með því að neita bara að borga. Slíkt myndi hneppa börnin okkar í fátæktarfjötra sem áratugi gæti tekið að brjótast út úr. Ég mun mótmæla hverri þeirri ríkisstjórn og flokki sem ekki vinnur ötullega og af heilindum að þessum málum. Andspænis verkefnum dagsins, alþjóðlegu vantrausti á Íslandi, gjaldþrotum fyrirtækja og atvinnu- og eignamissi fjölskyldna, verða flokkshagsmunir harla léttvægir. Stórfiskar í lítilli tjörn?Sá beigur blundar í mér að skorturinn á skýrri leiðsögn stafi af því að þrátt fyrir Viljayfirlýsinguna til AGS og samninga við önnur ríki sé enn hikað. Andspænis risavöxnum skuldbindingum er ábyrgðarleysi freistandi útleið, ekki síst ef því fylgir lýðhylli. Við megum ekki gleyma því að í öllum lokuðum samfélögum eru ákveðnir hópar eða flokkar sem tryggja sér og sínum bæði umtalsverð völd og velsæld með því að vera stórir fiskar í nógu lítilli tjörn og ráða útdeilingu gæðanna. Vonandi kemst enginn til áhrifa með slíka drauma. En ef það er boðleg pólitík að segja að við getum sleppt lántökunum, gerst yfirlýst óreiðuþjóð án afleiðinga fyrir atvinnulífið og um leið aukið útgjöld ríkisins gæti ég hæglega hellt mér í stjórnmál. Mín fyrsta stefnuskrá hljóðar þá svona: Ég lofa því að þið fáið allt sem hinir bjóða og að auki ókeypis ís fyrir alla á sunnudögum. Dætur mínar taka reikninginn seinna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun