Fótbolti

Hammarby féll úr sænsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason, til vinstri, og Henrik Larsson (17) fagna marki í leik með Helsingborg.
Ólafur Ingi Skúlason, til vinstri, og Henrik Larsson (17) fagna marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP

Næstsíðasta umferð tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og eftir leiki kvöldsins er ljóst að Hammarby er fallið úr deildinni.

Hammarby tapaði fyrir Trelleborg, 4-2, á útivelli en þar sem Djurgården vann sinn leik, 2-0 sigur á Helsingborg á útivelli, er ljóst að Hammarby getur ekki lengur bjargað sér frá falli.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn í liði Helsingborg sem var síðasti heimaleikur Henrik Larsson með félaginu en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Var hann sérstaklega hylltur eftir leik.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við Örgryte á útivelli.

Þá gerðu AIK og Örebro 1-1 jafntefli. AIK og IFK Gautaborg mætast í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Það lið sem sigrar í leiknum verður sænskur meistari en AIK dugir jafntefli. Þrír Íslendingar leika með liði Gautaborgar: Theodór Elmar Bjarnason, Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×