Viðskipti innlent

Allir Xbox eigendur fá 2ja ára neytendaábyrgð

Hátækni hefur ákveðið að beita sér fyrir því að öllum Xbox eigendum, sem keyptu vélar sínar á Íslandi, sé tryggð lögbundin 2ja ára neytendaábyrgð. Hátækni og Microsoft á Íslandi hafa nú náð samkomulagi um þessa 2ja ára ábyrgð.

Í tilkynningu um málið segir að söluaðilar munu, eins og áður, annast alla þjónustu vegna vélanna þrátt fyrir að ábyrgðin sé nú í höndum Hátækni og Microsoft á Íslandi. Eigendur Xbox véla geta því alltaf snúið sér til næsta söluaðila með mál sem varða ábyrgð. Athugið að við þjónustu af þessu tagi er skilyrði að framvísa sölunótu, sem er forsenda fyrir afhendingu nýrrar vélar reynist vél ónothæf.

Í tilkynningunni segir: „Neytendaábyrgð hefur öðlast nýtt vægi í kjölfar efnahagsþrenginganna í landinu. Við þrot fyrirtækja hafa neytendur uppgötvað að erfitt getur verið að sækja ábyrgð á vöru sem þeir hafa keypt. Starfsmönnum Hátækni hafa borist margar fyrirspurnir um slík ábyrgðarmál, þ.á m varðandi hina vinsælu Xbox leikjavél frá Microsoft.

Hingað til hefur ábyrgð á hverri Xbox vél verið á vegum þess sem flytur hana inn. Hluti Xbox eigenda hefur því glatað lögbundinni neytendaábyrgð á vélunum og getur í raun hvergi leitað lausna á málum sem upp kunna að koma."










































Fleiri fréttir

Sjá meira


×