Fótbolti

Kaka til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka er genginn í raðir Real Madrid.
Kaka er genginn í raðir Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Real Madrid og AC Milan sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem staðfest var að Brasilíumaðurinn Kaka sé genginn í raðir fyrrnefnda félagsins.

Kaka skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid en kaupverðið er sagt nema um 56 milljónum punda eða um 11,5 milljarða króna.

Kaka stóðst læknisskoðun í Brasilíu í dag en hann er staddur þar við æfingar með landsliði Brasilíu. Kaka er þakkað framlag sitt til AC Milan í yfirlýsingu félagsins í kvöld og honum óskað alls hins besta í framtíðinni.

Ef kaupverðið reynist rétt er Kaka orðinn dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Metið átti Zinedine Zidane en Real Madrid greiddi Juventus 45,6 milljónir punda fyrir hann árið 2001.

Áætlað var að Kaka myndi halda blaðamannafund á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld.

Brasilía mætir Paragvæ í undankeppni 2010 á miðvikudaginn en Brassarnir unnu 4-0 sigur á Úrúgvæ um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×