Fótbolti

Berbatov vill ekki taka víti fari úrslitaleikurinn í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United.
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United. Mynd/AFP

Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, ætla ekki að bjóða sig fram til aða taka vítaspyrnu fari úrslitaleikur United og Barcelona í Meistaradeildinni alla leið í vítakeppni.

Berbatov klikkaði á víti í vítakeppninni á móti Everton í undanúrslitum enska bikarsins en sú vítaspyrna var vandræðalega léleg hjá Búlgaranum.

„Það var sárt að klikka á því víti. Ég er ekki viss um að ég gæti tekið víti núna," sagði Berbatov sem segist ekki geta talist við fullgildur meðlimur Manchester United fyrr en að hann sé búinn að vinna Meistaradeildina eins og hinir leikmennirnir.

„Ég var öfundsjúkur út í þá á síðasta tímabili. Það væri mér mikils virði ef við næðum að vinna aftur núna þegar ég er með," sagði Berbatov.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×