Körfubolti

Loksins sigur hjá New Jersey Nets

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiki Vandeweghe og Del Harris byrjuðu þjálfaraferilinn vel hjá New Jersey.
Kiki Vandeweghe og Del Harris byrjuðu þjálfaraferilinn vel hjá New Jersey. Mynd/AFP

New Jersey Nets vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt og það í nítjándu tilraun. Liðið vann þá 97-91 heimasigur á Charlotte Bobcats. Nets-liðið var þegar búið að setja met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar með því að tap 18 fyrstu leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kiki Vandeweghe.

Brook Lopez var með 31 stig og 14 fráköst hjá Nets og Courtney Lee bætti við 27 stigum eftir að hafa verið settur inn í byrjunarliðið. Raymond Felton og Stephen Jackson skoruðu báðir 28 stig fyrir Bobcats. Nets hafði ekki unnið leik síðan að þeir unnu einmitt Charlotte 13. apríl síðastliðinn.

Zach Randolph var með 24 stig og 15 fráköst og O.J. Mayo bætti við 25 stigum í 98-82 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 18 stig en liðið hitti aðeins úr 35,2 prósent skota sinna í leiknum.

Chris Paul snéri aftur í lið New Orleans Hornets eftir að hafa misst af átta leikjum vegna ökklameiðsla og var með 16 stig, 15 fráköst og 8 stolna bolta í 98-89 sigri á Minnesota Timberwolves. Devin Brown var stigahæstur hjá New Orleans með 19 stig en Al Jefferson var með 20 stig og 14 fráköst hjá Minnesota.

Carlos Boozer var með 35 stig og 13 fráköst í 96-87 sigri Utah Jazz á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Utah-liðsins í röð.

Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana.

Rodney Stuckey var með 19 stig og sænski nýliðinn Jonas Jerebko bætti við 16 stigum þegar Detroit Pistons vann 105-96 sigur á Millwaukee Bucks en þetta var fimmta tap Bucks-liðsins í síðustu sex leikjum. Luke Ridnour skoraði mest fyrir Milwaukee eða 21 stig.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×