Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:14 Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/AP Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu. Erlent Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira