Körfubolti

NBA: Lakers og Boston töpuðu bæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carmelo Anthony og félagar í Denver fóru illa með Lakers.
Carmelo Anthony og félagar í Denver fóru illa með Lakers.

Denver Nuggets kjöldró meistara LA Lakers er liðin mættust í Denver í gær. Denver var að snúa heim eftir sex leikja ferðalag og kom heim með stæl.

Sigurinn var smá sárabót fyrir tapið gegn Lakers í úrslitakeppninni í fyrra en það tap drífur Nuggets áfram í vetur.

Denver keyrði yfir Lakers í þriðja leikhluta en staðan í leikhléi var 58-56 fyrir Denver. Denver skoraði 29 stig gegn 8 og kláraði leikinn. Lakers, sem hafði unnið sex leiki í röð, kastaði fljótlega inn hvíta handklæðinu og hvíldi stjörnur sínar.

Kobe Bryant skoraði aðeins 19 stig sem er hans lélegasta í vetur. Þar af skoraði hann ekki stig í seinni hálfleik.

„Þeir gjörsamlega slátruðu okkur. Þeir spiluðu frábærlega og það er lítið að segja við þessu," sagði Kobe eftir leikinn.

Carmelo Anthony skoraði aðeins 7 stig í fyrri hálfleik en komst í gang í þeim seinni og skoraði þá 18 stig. J.R. Smith skoraði 20 stig.

Úrslit næturinnar:

Orlando-NJ Nets  88-72

Philadelphia-Utah  90-112

NY Knicks-Golden State  107-121

New Orleans-Portland  78-86

Boston-Atlanta  86-97

Minnesota-Dallas  77-89

Sacramento-Houston  109-100

LA Clippers-Toronto  89-104

Denver-LA Lakers  105-79

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×