Fótbolti

Cruyff ver Lionel Messi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi á ekki alltaf góða leiki.
Messi á ekki alltaf góða leiki. Nordic Photos / AFP

Það hefur vakið athygli hversu dapur Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur verið með landsliði sínu en hann hefur verið langt frá því að spila eins vel með Argentínu og Barcelona.

Hefur hann mátt talsvert mikla gagnrýni í heimalandinu vegna þessa. Nú síðast var hann varla með í leiknum gegn Úrúgvæ er Argentína tryggði sæti sitt á HM næsta sumar.

Einn af þeim sem hefur tekið upp hanskann fyrir Messi er hollenska goðsögnin Johan Cruyff sem eitt sinn þjálfaði Barcelona.

„Fótbolti er leikur þar sem gæðin koma fram ef liðið spilar vel. Það þurfa allir í kringum mann að spila vel svo maður geti spilað vel sjálfur," sagði Cruyff.

„Sú staða er ekki upp á teningnum hjá Argentínu. Það versta við málið er að þeir virðast ekki sjá það eða í það minnsta þykjast ekki sjá það. Aðrir leikmenn verða líka að líta í eigin barm."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×