Fótbolti

Aragones orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luis Aragones.
Luis Aragones. Nordic photos/AFP

Spænskir fjölmiðlar eru sannfærðir um að knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eigi ekki langt í land með að verða rekinn frá Real Madrid og ef félagið vinni ekki næstu tvo leiki verði gengið frá málum strax um miðja næstu viku.

Roberto Mancini og Luciano Spalletti hafa til þessa verið nefndir til sögunnar sem líklegur eftirmenn Pellegrini í starfi en nýjasta nafnið í þessu samhengi er Luis Aragones, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Fenerbahce.

Forsetinn Florentino Perez hjá Real Madrid er sagður vera mikill aðdáandi Aragones en það er spurning hvort að hann leggi í að borga upp samning Pellegrini sem er metinn á 11 milljónir evra í stað þess að gefa Pellegrini aðeins lengri tíma en þrjá mánuði til þess að sanna sig á Santiago Bernabeu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×