Fótbolti

Van der Vaart tjáð að hann eigi framtíð í Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafael Van der Vaart.
Rafael Van der Vaart. Nordic photos/AFP

Flest virtist benda til þess að miðjumaðurinn Rafael Van der Vaart myndi yfirgefa herbúðir Real Madrid í rýmingarútsölunni á Hollendingum sem Madridingar hafa staðið fyrir að undanförnu.

Van der Vaart var ekki einu sinni ráðstafað númeri fyrir nýhafið tímabil og var sagt að æfa sjálfur en ekki með aðalliðinu. Forráðamenn Real Madrid virðist aftur á móti hafa tekið U-beygju í máli Van der Vaart og á fundi með knattspyrnustjóranum Manuel Pellegrini var honum tjáð að hann ætti framtíð hjá félaginu.

„Leikmannahópurinn hefur verið skorinn niður í tuttugu og fimm leikmenn og því sögðu forráðamenn Real Madrid að ekki væri lengur þörf fyrir Van der Vaart að fara. Leikmaðurinn vill líka vera áfram og hafnaði þeim möguleikum á félagsskiptum sem honum buðust í sumar," er haft eftir umboðsmanninum Robert Geerlings í viðtali við Voetbal International.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×