Sport

Ásdís úr leik á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki áfram í úrslit í spjótkasti kvenna í HM í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í Þýskalandi.

Ásdís náði sér ekki á strik og kastaði lengst 55,86 metra sem er talsvert frá hennar besta.

Íslandsmet Ásdísar er 61,37 metrar sem var sett í Reykjavík í vor. Það kast hefði dugað henni til að komast í úrslitin nú.

Ásdís kastaði fyrst 55,86 metra og svo 55,27 metra í annarri tilraun. Hún gerði ógilt í þriðju og síðustu tilrauninni.

Bergur Ingi Pétursson keppti í sleggjukasti karla í gær og var talsvert frá sínu besta, rétt eins og Ásdís. Þau voru einu fulltrúar Íslands í Berlín og hafa bæði lokið keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×