Fótbolti

Kaka: Hvetjandi áskorun að fara til Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kaka í leik með AC Milan.
Kaka í leik með AC Milan. Nordic photos/Getty images

Brasilíumaðurinn Kaka varð dýrasti leikmaður heims í gær þegar hann fór frá AC Milan til Real Madrid á 59 milljónir punda en hann kvaðst hafa tekið margt inn í reikninginn þegar hann ákvað á endanum að fara.

„Ég held að félagsskipti mín séu góð fyrir alla aðila. AC Milan hefur fundið fyrir kreppunni og með því að selja mig fá þeir mikla innspýtingu í reksturinn og það er gott fyrir þá. Ég talaði annars við félaga mína í brasilíska landsliðinu og einnig nokkra fyrrum leikmenn Real Madrid þegar ég var að ákveða mig. Til að mynda David Beckham og hann sagði mér að Real Madrid væri frábært félag.

Þetta er vissulega hvetjandi áskorun fyrir mig. Ég vill líka halda áfram að bæta mig sem fótboltamaður og því er mikilvægt að vera alltaf að setja sér ný markmið og ég vona að ég geti byggt upp góðan feril á Santiago Bernabeu. Hver veit ef til vill enda ég ferilinn hjá Real Madrid," segir hinn 27 ára gamli Kaka en hann skrifaði undir sex ára samning við spænska félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×