Sport

Phelps sneri aftur og tapaði

Nordic Photos/Getty Images

Sundstjarnan Michael Phelps mátti bíta í það súra epli að tapa sundi þegar hann sneri aftur til keppni á móti í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.

Phelps hefur lokið við að taka út þriggja mánaða keppnisbann eftir að breska blaðið News of the World birti myndir af honum við að reykja kannabisefni.

Hinn 23 ára gamla Ólympíustjarna vann sigur í 200 m skriðsundi og 100 m flugsundi á mótinu, en varð að sætta sig við tap gegn félaga sínum Aaron Peirsol í 100 m baksundi.

Phelps kom í mark hálfri sekúndu á eftir liðsfélaga sínum í bandaríska landsliðinu á 53,79 sekúndum. Peirsol er heimsmethafi í greininni, en Phelps ætlar að reyna að verða sá besti í þeirri grein líka. Þetta var fyrsta tap Phelps á móti í meira en ár.

Phelps hefur unnið 14 Ólympíugull á ferlinum og stefnir á að bæta nokkrum í viðbót í safnið á ÓL í London árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×