Fótbolti

Spænska landsliðið mun heiðra minningu Jarque

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Jarque og Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu um boltann í leik Espanyol og Barcelona í desember árið 2007.
Jarque og Eiður Smári Guðjohnsen í baráttu um boltann í leik Espanyol og Barcelona í desember árið 2007. Nordic Photos / AFP

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði spænska landsliðsins, hefur greint frá því að leikmenn og þjálfarar liðsins munu heiðra minningu Dani Jarque í vináttulandsleiknum gegn Makedóníu í kvöld.

Samkvæmt frétt sem birtist í spænskum fjölmiðlum í dag munu leikmenn og þjálfarar allir klæðast treyjum sem bera nafn og númer, 21, Dani Jarque sem lést vegna hjartaáfalls um síðustu helgi. Hann var fyrirliði Espanyol.

Jarque varð á sínum tíma Evrópumeistari U-19 ára liða ásamt nokkrum þeim sem eru nú í A-landsliðinu, til að mynda Fernando Torres, Alvaro Arbeloa og Andres Iniesta. Hann lék einnig með U-21 landsliði Spánar.

Fyrir tveimur árum lést annar spænskur knattspyrnumaður, Antonio Puerta. Skömmu síðar mætti spænska landsliðið því íslenska í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli og vildi heiðra minningu hans með svipuðum hætti og leikmenn vilja gera í kvöld.

Hins vegar leyfðist þeim ekki að klæðast eins treyjum á meðan leiknum stóð. Leikmenn urðu því að láta það nægja að klæðast allir treyjum með númeri Puerto á meðan þjóðsöngvar landanna voru fluttir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×