Sport

Er Semenya karlmaður en ekki kvenmaður?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Semenya er hér í 800 metra hlaupinu á HM í Berlín.
Semenya er hér í 800 metra hlaupinu á HM í Berlín. Nordic Photos/AFP

Afar áhugavert mál er komið upp á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Suður-Afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur nefnilega verið beðin um að taka próf svo hægt sé að sannreyna kyn hennar.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið bað um þetta próf fyrir þrem vikum síðan þar sem grunur var um að Semanya hefði fæðst sem karlmaður. Talsmaður sambandsins segir málið eðlilega viðkvæmt og niðurstöður eru ekki væntanlegur á næstu vikum.

Hin 18 ára gamla Semenya er talin líklegust allra til að hreppa gullið í 800 metra hlaupi kvenna.

Hún ruddist fram á sjónarsviðið fyrr á árinu og bætti sinn besta árangur fyrir þrem vikum síðan um heilar sjö sekúndur.

Semenya mun engu að síður taka þátt í úrslitahlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×