Enski boltinn

Eiður Smári er til sölu fyrir fimm milljónir punda - á leið til West Ham?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á eftir ár af samningi sínum við Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen á eftir ár af samningi sínum við Barcelona. Mynd/AFP

Það lítur allt úr fyrir að Barcelona vilji losa sig við Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hefur fengið skýr skilaboð frá þjálfaranum að hann eigi ekki mikla möguleika á að fá að spila mikið og nú hefur íþróttastjórinn Txiki Begiristain gefið það út að íslenski landsliðsmaðurinn sé til sölu fyrir fimm milljónir punda eða um rúman milljarð íslenskra króna.

Enska blaðið Daily Star skrifar um þetta mál í dag og segir að viðræður séu þegar hafnar á milli Barcelona og enska úrvalsdeildarliðsins West Ham þar sem fyrrum félagi Eiðs Smára hjá Chelsea, Gianfranco Zola, ræður ríkjum. Daily Star segir West Ham ráði við kaupverðið og að gengið verði frá kaupunum um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×