Sport

Marquez: Ég er tilbúinn fyrir stríð

Ómar Þorgeirsson skrifar
Juan Manuel Marquez.
Juan Manuel Marquez. Nordic photos/AFP

Mexíkóbúinn Juan Manuel Marquez ætlar að verða fyrsti hnefaleikamaðurinn til þess að vinna Bandaríkjamanninn Floyd Mayweather Jr þegar þeir mætast í hringnum í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina.

Marquez færir sig upp úr léttvigtarflokki í veltivigtarflokk til þess að mæta hinum taplausa Mayweather Jr og er ekki smeykur þrátt fyrir hæðarmuninn.

„Það er bara enn meira hvetjandi að koma inn í bardagann sem „litli maðurinn" og ég er tilbúinn. Ég er í frábæru formi og ég er sannfærður um að ég geti unnið. Vegna þess hversu stærri og armlengri hann er þá þarf ég að halda mér á hreyfingu og ég er tilbúinn fyrir stríð," segir Marquez sem er þekktur fyrir allt annað en að gefast upp í bardögum sínum.

Frægur er bardagi hans við Manny Pacquiao árið 2004 þar sem hann var sleginn þrisvar sinnum niður strax í fyrstu lotu en kom svo til baka og var betri aðilinn í lotunum sem fylgdu á eftir en umdeild niðurstaða dómara bardagans varð jafntefli.

Marquez og Pacquiao mættust svo aftur í fyrra og þá vann Pacquiao á stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×