Efnilegur golfari fótbrotnaði í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2009 12:00 Það munaði ekki miklu að Hrafn kæmist í gegnum niðurskurðinn. Mynd/Golfsamband Íslands Á golfvefnum kylfingur.is, er sagt frá óförum eins efnilegasta kylfings Austurlands sem var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Hrafn Guðlaugsson er 18 ára kylfingur úr Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs sem lauk keppni eftir annan dag á Íslandsmótinu í höggleik á 163 höggum eða 21 höggi yfir pari. Hann var þá í 75. sæti en 74 fyrstu kylfingarnir fóru í gegnum niðurskurðinn. Þetta þýddi að í stað þess að halda áfram leik á Íslandsmótinu í Grafarholti þá hélt hann heim á leið eftir keppni föstudagsins. Hrafn tók síðan þátt í æfingarleik í fótbolta með Hetti frá Egilsstöðum gegn Fjölni á sunnudeginum og varð fyrir því óláni að fótbrotna eftir harða tæklingu. Hrafn Guðlaugsson hefur verið að spila vel í sumar en hann hefur starfað sem vallarstjóri á Ekkjufellsvelli í Fellabæ og er farinn að þekkja völlinn vel því hann setti í sumar vallarmet á honum með því að leika hann á 67 höggum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á golfvefnum kylfingur.is, er sagt frá óförum eins efnilegasta kylfings Austurlands sem var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Hrafn Guðlaugsson er 18 ára kylfingur úr Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs sem lauk keppni eftir annan dag á Íslandsmótinu í höggleik á 163 höggum eða 21 höggi yfir pari. Hann var þá í 75. sæti en 74 fyrstu kylfingarnir fóru í gegnum niðurskurðinn. Þetta þýddi að í stað þess að halda áfram leik á Íslandsmótinu í Grafarholti þá hélt hann heim á leið eftir keppni föstudagsins. Hrafn tók síðan þátt í æfingarleik í fótbolta með Hetti frá Egilsstöðum gegn Fjölni á sunnudeginum og varð fyrir því óláni að fótbrotna eftir harða tæklingu. Hrafn Guðlaugsson hefur verið að spila vel í sumar en hann hefur starfað sem vallarstjóri á Ekkjufellsvelli í Fellabæ og er farinn að þekkja völlinn vel því hann setti í sumar vallarmet á honum með því að leika hann á 67 höggum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira