Viðskipti erlent

OECD: Skuldir Breta 90% af landsframleiðslu 2010

Guðjón Helgason skrifar
OECD hefur áhyggjur af skuldasöfnun breska ríkisins og segir að meira þurfi til að aðstoða breska banka en hafi verið gert í fyrri bankabjörgunum Gordons Browns, forsætsiráðherra Bretlands.
OECD hefur áhyggjur af skuldasöfnun breska ríkisins og segir að meira þurfi til að aðstoða breska banka en hafi verið gert í fyrri bankabjörgunum Gordons Browns, forsætsiráðherra Bretlands. MYND/AP
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir að heildarskuldir breska ríkisins verði orðnar 90% af landsframleiðslu á næsta ári.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD um efnahag landsins sem birt var í morgun. Þar segir að efnahagsbati í Bretlandi verði hægari en áður hafi verið talið og að á næsta ári muni atvinnuleysi mælast 10%. Stofnunin segir að meira þurfi að gera til að styðja við breska bankakerfið en þegar hafi verið gert með margvíslegum bankabjörgunum ríkisstjórnar Gordons Browns forsætisráðherra Bretlands.

Áhersla er þó helst lögð á að draga þurfi úr skuldasöfnun breska ríkisins en heldarskuldir þess verði 90% af landsframleiðslu á næsta ári að mati stofnunarinnar.

Það er mat OECD að umfang breska hagkerfisins verði minna í framtíðinni en áður hafi verið vegna kreppunnar og áhrifa hennar.

Stofnunin spáir að samdrátturinn í ár verið 4,3% sem heldur meira en 3,5% samdráttarspá breska ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×