Fótbolti

Eiður Smári fagnaði titlinum með strákunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður og strákarnir ásamt bikarnum, Daniel Alves og Lionel Messi.
Eiður og strákarnir ásamt bikarnum, Daniel Alves og Lionel Messi. Mynd/AFP
Eiður Smári og félagar í Barcelona tóku á móti spænska meistaratitlinum í gær eftir 0-1 tap fyrir Osasuna á heimavelli. Allir þrír strákarnir hans Eiðs Smára tóku þátt í fögnuðinum.

Eiður Smári fylgdi hefðinni frá því í Englandi þar sem leikmenn koma ávallt með börn sín inn á völlinn þegar lið þegar tekur á móti meistaratitlinum.

Eiður Smári á þrjá syni, Sveinn Aron er nýroðinn 11 ára, Andri Lucas er sjö ára og yngsti strákurinn, Daníel Tristan, varð þriggja ára í mars.

Eldri strákarnir tveir eru þegar farnir að spila með unglingaliðum Barcelona og voru því örugga öfundaðir mikið af félögum þeirra úr þeim liðum með að fá að fagna spænska meistaratitlinum með öllum stjörnunum í Barcelona-liðinu.

Þetta er þriðji meistaratitill Eiðs Smára á ferlinum en hann varð einnig Englandsmeistari með Chelsea 2005 og 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×