Körfubolti

NBA: Phoenix skellti Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nash og félagar voru góðir í nótt.
Nash og félagar voru góðir í nótt.

Phoenix Suns vann einn sinn stærsta sigur í vetur í nótt er liðið rúllaði yfir meistara LA Lakers. Liðið er nú 20-12 eftir líklega erfiðasta leikjaplan allra liða það sem af er vetri.

Liðið búið að spila gegn flestum bestu liðunum og fleiri útileiki en nokkuð annað lið í deildinni.

Amare Stoudamire var stigahæstur hjá Phoenix með 26 stig. Steve Nash bætti 16 við og gaf 13 stoðsendingar.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 36 stig en liðið lék án Ron Artest sem var enn með svima í gær eftir að hafa dottið heima hjá sér um jólin.

Úrslit:

Milwaukee-Charlotte  84-94

Oklahoma-NJ Nets  105-89

Washington-Memphis  111-116

LA Lakers-Phoenix  103-118

Philadelphia-Portland  104-93

Denver-Sacramento  101-106

Boston-Golden State  99-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×